Númer 1 og 2: Á námskeiði í sjúkraþjálfun

Þeir sem skipa tvö efstu sætin í félagaskrá Blaðamannaféalgsins hittust fyrir algera tilviljn á dögunum. Þetta eru þeir Þorbjörn Guðmundsson, aldursforseti félagsins, sem verður 95 ára 30. desember n.k. og Atli Steinarsson, sem fagnaði 88 ára afmæli 30. júní s.l.

Vettvangurinn var dagdeild Landakots, þar sem Landsspítalinn rekur ýmiskonar þjónustu fyrir eldri borgara.  Þar gefst eldi borgurum tækifæri til að sækja um greiningu á líkamlegri getu sinni og í framhaldi af því að sækja um 15 daga þjálfun í sjúkraleikfimi undir handleiðslu hóps sjúkraþjálfara og þannig komast af stað með nauðsynlega hreyfingu og þjálfun.  Þeir sem komast að fá einnig tækifæri til að ræða við lækni, hjúkrunarkonur og alls kyns sérfræðinga um sín vandamál.  Námskeiðsþegar eru sóttir heim til sín snemma morguns, borða hádegisverð á Landakoti og eru fluttir heim milli kl 3 og 4 síðdegis. Þeir eru við æfingar í tækasal árdegis, þar sem fagfólk ákveður efriðleikastuðul æfinga og fylgist með hverjum einstakling við æfingarnar.  Frábær þjónusta.

Þorbjörn og Atli störfuðu saman við Morgublaðið um áratugaskeið. Í rúman áratug deildu þeir vinnuherbergi, þar sem voru tvö skrifborð.  Aðra vikuna unnu þeir á dagvalt frá 10 til 18 en hina frá 17 og þar til nýtt blað varð til.

Endurfundir þeirra á Landakoti var báðum til ánægju. Þeir nutu eftirlits og þjálfunar hjá Tómasi Maríusyni, sem reyndist þeim afar vel. Hann tók meðfylgjandi mynd.

Lesa má viðtöl við þá báða í bókinni Íslenskir blaðamenn, sem út kokm í tilefni af 110 ára afmæli BÍ árið 2007. Bókina er hægt að nálgast á bókasöfnum og betri bókabúðum auk þess sem einhver eintök munu til á skrifstofu  Blaðamannafélagsins.

 

 

Blaðamönnum refsað eftir G20

 Framganga lögreglunnar í Hamborg á meðan á mótmælum stóð vegna fundar G 20 iðnríkjanna  fyrir helgina, bitnaði ekki einvörðungu á mótmælendum heldur hefur hún einnig komið harkalega niður á þeim sem voru að segja frá og dekka mótmælin. Að minnsta kosti 32 blaða- og fréttamenn hafa verið sviptir blaðamannaaðgangsheimildum sínum  til lengri eða skemmri tíma af þýskum stjórnvöldum í kjölfar mótmælanna.  Evrópusamband blaðamanna og Blaðamannasamband Þýskalands hafa formlega fordæmt þessar aðgerðir stjórnvalda.  

Sjá einnig hér

 

Ríkið sýknað fyrir MDE

Íslenska ríkið var í dag sýknað fyrir Mannréttingdadómstóli Evrópu af kæru Svavars Halldórssonar fyrrum fréttmanni RÚV.  Svavar hafði krafist ógildingar dóms Hæstaréttar þar sem Svavar var dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni bætur upp á 300 þúsund krónur fyrir ummæli um „Panama-fléttu“ en ummælin voru einnig dæmd dauð og ómerk af Hæstarétti.

Niðurstaða MDE var að Hæstiréttur hefði ekki brotið á tjáningarfrelsi Svavars og að refsingin væri ekki til þess fallin að hafa kælingaráhrif gagnvart tjáningarfrelsi.

Sjá dóm MDE hér

Sjá dóm Hæstaréttar hér

Sjá umfjöllun RÚV hér

 

Umsóknarfrestur um fjölmiðlaverðlaun

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum vegna tvennra verðlauna sem ráðherra veitir á Degi íslenskrar náttúru. Um er að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Tilnefningar vegna verðlaunanna skulu berast í síðasta lagi 25. ágúst 2017. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi frétt, sem er að finna á:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/06/23/Oskad-eftir-tilnefningum-til-verdlauna-a-Degi-islenskrar-natturu/  

  • Fjölmiðlaverðlaunin geta hlotið fjölmiðill, ritstjórn, blaða- eða fréttamaður, dagskrárgerðarfólk, ljósmyndari eða rithöfundur sem hefur skarað fram úr með umfjöllun sinni um umhverfismál og/eða íslenska náttúru undangengna tólf mánuði (tímabilið ágúst – ágúst). Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um náttúru og umhverfismál. 
  • Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.

 Á síðasta ári hlaut útvarpsþátturinn Samfélagið verðlaunin.

Skora á ÖSE að skipa nýjan forstöðumann fjölmiðlafrelsisdeildar strax

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) ásamt hópi félagasamtaka sem berjast fyrir mannréttindum og tjáningarfrelsi hafa sent áskorun til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, þar sem segir að ekki megi dragast lengur að samtökin tilnefni nýjan forstöðumann fjölmiðlafrelsisdeildar ÖSE í stað Dunja Mijatovic, sem lét af störfum í mars síðast liðinn. Dunja Mijatovic lét talsvert að sér kveða í fjölmiðlamálum í Evrópu og var blaðmönnum að mörgu leyti haukur í horni, en hún kom m.a. til Íslands fyrr nokkrum misserum og átti fund með forustu Blaðamannafélagsins og fleirum til að kynna sér stöðuna í fjölmiðlum af eigin raun. Í fyrra beitti hún sér meðal annars fyrir því að legja áherslu á mikilvægi sjálfs-eftirlits blaðamanna og var um það fjallað hér á síðuni.

Sjá meira hér

 

Nýtt landsbyggðarblað

„N4 Landsbyggðir“ er nýtt blað sem N4 gefur út og lítur fyrsta tölublaðið dagsins ljós í næstu viku, þriðjudaginn 20. júní. Blaðið verður prentað í 54.500 eintökum á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír hjá Ísafoldarprentsmiðju. N4 Landsbyggðir er eina fríblað landsins sem dreift er á öll heimili á landsbyggðunum sem ekki afþakka fjölpóst. Þá verður blaðinu einnig dreift til allra fyrirtækja landsins.

„Ritstjórnarstefna blaðsins er í grunninn sú sama og dagskrárstefna N4 Sjónvarps og byggð á þeirri hugmyndafræði  sem starfsemi N4 hvílir á. Landsbyggðunum verður gert hátt undir höfði og fjallað bæði um atvinnu- og mannlíf með uppbyggilegum hætti og bjartsýnina að leiðarljósi. Blaðið og sjónvarpið tengjast á þann hátt að hægt er að horfa á viðtöl úr blaðinu á heimasíðu N4 með því að nota QR-kóða sem finna má við þau viðtöl sem það á við um. Fyrstu fjögur blöðin verða gefin út aðra hvora viku og móttökur lesenda og auglýsenda ráða miklu um framhaldið. Blaðið skipar sér strax í hóp víðlesnustu blaða landsins því upplagið er það stórt. Við teljum hiklaust að stórt blað sem leggur áherslu á að raddir landsbyggðanna heyrist eigi fullt erindi á markaðinn,“  segja Hilda Jana Gísladóttir og María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjórar N4.

N4 rekur sjónvarpsstöð, framleiðsludeild, hönnunarsvið og gefur vikulega út N4 Dagskrána sem dreift er á Norðurlandi. Höfuðstöðvar N4 eru á Akureyri en fyrirtækið er einnig með starfsemi  á Austur- og Vesturlandi.

 

Írland: Free-lance blaðamenn fá samningsrétt

Írskir free-lance blaðamenn hafa nú fengið samningsrétt, þ.e. rétt til að vinna eftir sameiginlegum kauptaxta sem ákveðinn hefur verið í samningum milli atvinnurekenda og blaðamannasamtaka. Þessi mikilvæga breyting varð við það að írska þingið samþykkti nú um mánaðarmótin viðbót við samkeppnislögin sem heimila ákveðinni tegund af einyrkjum að vera undanlegnir ákvæðum laganna.  Nú eru liðin um 13 ár frá því að Samkeppniseftirlitið í Írlandi úrskurðaði að taxtar sem blaðamenn eða listamenn hafa samið um á vettvangi félaga sinna væru brot á samkeppnislögum. Um þetta segir Séamus Dooley, framkvæmdastjóri NUJ, Blaðamannabandalags Bretlands:  „Þetta er umtalsverður árangur fyrir verkalýðshreyfinguna og sýnir mátt þrautseigjunnar.  Við hefðum aldrei átt að verða fórnarlömb hugmyndafræðilegrar þröngsýni Samkeppniseftirlitsins í túlkun á kjarasamningum.“

 Sjá einnig hér

 

 

 

Siðanefnd vísar máli Kjarnans gegn Morgunblaðinu frá

Siðanefnd hefur úrskurðað í máli Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans gegn Morgunblaðinu, þar sem í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins var fjallað um umfjöllum Kjarnans um Morgunblaðið. Siðanefnd vísaðimálinu frá með tilvísunar til fordæmis fyrri úrskurða um að ritstjórnargreinar bæri að skoð aí ljósi síðustu málsgreinar 5.greinar siðareglnanna sem er svona: Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningafrelsi blaðamanna sem skrifa undir fullu nafni afmarkaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar eru í fyrirrúmi."

Sjá má úrskurðinn hér

Árvakur víkkar út fjölmiðlastarfsemi sína

Útgáfufélagið  Árvakur  sem á og rekur meðal annars útvarpsstöðina K100, Morgunblaðið og mbl.is, hóf í morgun útvarpsútsendingar frá útvarpsstöðinni K100 á vefnum og í sjónvarpi. K100 er fyrsta útvarpsstöðin hér á landi sem sendir út dagkrá sína samtímis í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum. Þá blandar K100 sér í útvarpsfréttaslaginn og þar eru nú sagðar fréttir frá fréttastofum Morgunblaðsins og mbl.is á klukkutíma fresti yfir daginn.  

Sjá einnig hér

 

BÍ fær afhenta skýrslu mum mannréttindi í Tyrklandi

Blaðamannafélag Íslands veitti í gær viðtöku skýrslu um stöðu mannréttindamála í Tyrklandi en þar er sérstaklega vakin athygli á takmörkunum á tjáningarfrelsi, lokun fjölmiðla og fangelsun fréttmanna sem gagnrýnir eru á stjórnvöld.

Skýrlan var unnin af tíu manna sendinefnd talsmanna mannréttinda, stjórnmálamanna, fréttamanna og fræðimanna, sem heimsótti Tyrkland 13. – 19. febrúar síðastliðinn. Sendinefndin kenndi sig við Imrali en á þeirri eyju hefur Öcalan leiðtoga Kúrda verið haldið í einangrunarfangelsi síðan 1999. Hópurinn bað um leyfi til að heimsækja hann í fangelsið svo og þingmenn úr röðum Kúrda sem sitja á bak við lás og slá. Ekki var orðið við þeirri beiðni.

Sendinefndin heimsótti Istanbúl og Diyarbakir í austurhluta Tyrklands og fór talsvert um að auki. Fundað var með stjórnmálamönnum, forsvarsmönnum verkalýðshreyfingar, blaðamönnum og fulltrúum fjölmiðla sem hafði verið lokað,

Í skýrslu nefndarinnar er athygli vakin á alþjóðlegum greinargerðum sem gagnrýna tyrknesk stjórnvöld fyrir að torvelda frjálsa fjölmiðlun, svo sem Human Rights Watch sem segir tilhneigingu til ofsókna á hendur gagnrýnum fjölmiðlum hafa farið vaxandi í Tyrklandi á árinu 2016 og fram á þennan dag. Í febrúar á þessu ári hafi tala fréttamanna sem stefnt hafi verið fyrir dóm á undanförnum misserum vegna fréttaumfjöllunar sinnar, verið kominn í 839 og þar af væru 151 á bak við lás og slá.   Að auki hefði 176 fréttastöðvum (media outlets) verið lokað og allur búnaður gerður upptækur. 780 blaðamenn hefðu verið sviptir blaðamannapassa sínum og þrjú þúsund blaðamenn misst vinnu sína. Þá hafa þúsundir einstaklinga verið dregnir fyrir dóm vegna skrifa á samfélagsmiðlum.

Imrali nefndin var sett á fót að frumkvæði Turkish Civic Commission sem starfar innan vébanda Evrópusambandsins og hefur verið fylgjandi aðild Tyrklands að sambandinu en með skýrum og afdráttarlausum fyrirvörum um að fyllstu mannréttinda sé gætt.

Á meðal nefndarmanna var Ögmundur Jónasson sem af henti formanni BÍ skýrsluna fyrir hönd sendinefndarinnar.

Um nefndina segir:

“The delegation included: two current representatives from the Parliamentary Assembly of the Council of Europe, Miren Edurne Gorrotxategi (Basque Country, Spain) and Ulla Sandbaek (Denmark); a current Member of the European Parliament, Julie Ward (UK); a former MEP, Francis Wurtz (France); a former Minister of Justice and trade unionist, Ögmundur Jonasson (Iceland); veteran Foreign Correspondent, Jonathan Steele (UK); the Chair of the Westminster Justice and Peace Commission, Father Joe Ryan (UK); the Chair of the Transnational Institute for Social Ecology (TRISE), Dimitri Roussopoulos (Canada); a member of the TRISE advisory board and researcher at Leeds University, Federico Venturini (Italy); and a Lecturer from the University of Cambridge, Thomas Jeffrey Miley (USA).”

Skýrsluna er a  finna hér: Final Report of the Third Imrali Delegation 2017.docx.pdf