1966 Ívar H. Jónsson gegn   Sigurgeiri Jónssyni - Meiðyrði

 

Í dagblaðinu Þjóðviljanum birtust ummæli, sem fólu í sér aðdróttun um, að bæjarfógetinn í Kópavogi, Sigurgeir Jónsson, hefði gerst sekur um valdníðslu. Sigurgeir stefndi út af þessum ummælum. Höfundur fréttagreinarinnar, sem hin umstefndu ummæli birtust í, var ekki nafngreindur. Ívar H. Jónsson sem ábyrgðarmaður dagblaðsins bar refsi- og fébótaábyrgð á efni greinarinnar. Firrti það Í ekki ábyrgð, þótt ummælin væru höfð eftir tilteknum manni á almennum blaðamannafundi, sem sá maður boðaði til. Birting ummælanna vörðuðu við 235. gr. almennra hegningarlaga. Greinin fjallaði um blaðamannafund sem Þórður Þorsteinsson boðaði til, eftir að Sigurgeir lokaði verslun hans á páskadag. Var refsing Ívars ákveðin kr. 1500 sekt í ríkisstjóð (vararefsing í þrjá daga). Enn fremur voru ummælin ómerkt. Þá var Ívar dæmdur til að greiða Sigurgeiri fébætur að fjárhæð 5000 kr. Í hérðasdómi var Ívar skyldaður til að birta forsendur og niðurstöðu dómsins í 1. eða 2. tölublaði Þjóðviljans, sem út kæmi á eftir lögbirtingu dómsins. Ekki var gerð krafa um birtingu dóms Hæstaréttar.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Frávísun 5000 73634,11 6000 Ívar H. Jónsson, ritstjóri og   ábyrgðarmaður Þjóðviljans Dómur bæjarþings Rekjavíkur   óraskaður

 

Slóð á dóminn: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxP8IA%2bSbjTPlwANpd5wfH0WUBeH8ZLSwur84MT0wQAQv5fZP1S6SroKhfoMw%2ffsBcRrXVodk4u5pOb6JK%2bGARr6MxD2tAqd9R1ZuqcQehsZiUQaBtdnNBaea%2bwrvCyMBxDu%2blepl51hN