1967 Magnús Thorlacius  gegn  Einari Braga Sigurðssyni - Meiðyrði

Í meiðyrðamáli, er lögmaðurinn Magnús Thorlacius höfðaði gegn ritsjóranum Einari Braga Sigurðssyni, lagði Einar fram greinagerð, þar sem sveigt var mjög að Magnúsi. Síðan birti hann greinagerðina í blaðinu Frjálsri Þjóð, er hann ritstýrði. Dæmt var, að ummælin væru meiðandi fyrir Magnús, en ekki hefði verið næg ástæða til að refsa Einari fyrir þau meðan einungis var um að ræða refsinæmi þeirra í varnarskjali fyrir dómi. Hins vegar varðaði birting ummælana í vikublaðinu Frjálsri Þjóð refsingu samkvæmt 135. gr. almennra hegingarlaga. Við ákvörðun refsingar var þess gætt að Magnús hafði haft nokkur harðyrði um Einar Braga í málsskjölum. Ummælin vou ómerkt. Þá var Einari dæmt skylt að sjá svo til að birtar væru forsendur og dómsorð í málinu í blaðinu Frjálsri Þjóð.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Sekt 11000 156745,74 12000 Einar Bragi Sigurðsson   rithöfundur greinarinnar Dómur bæjarþings Reykjavíkur:   sýkn

 

Slóð á dóm: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxHevbPsI6J5B5HxZqjKxvG69KnTENoavvrvn4MfQ6v78BsPqmQ0Io1i2p5UxiBTFrXOgyDTLLsg7GJG8ZD8eBWCd%2fP0TcBXxhgx%2fZoqt6dVO%2frE%2fEd4r%2f%2bCJBdHtKGQT2QHvIgUSwJ%2bu