1989 Ákæruvaldið gegn Halli Magnússyni - Meiðyrði

Ákæruvaldið höfðaði mál gegn Halli Magnússyni, blaðamanni, vegna ærumeiðandi ummæla um opinberan starfsmann, Þóri Stephensen, dómkirkjuprest í Reykjavík, sem Hallur ritaði yndir fullu nafni og birtust í dagblaðinu Tímanum. Ummælin vörðuðu starf Þóris sem dómkirkjuprests og tímabundið starf hans sem staðarhaldara í Viðey. Í þessu dómsmáli er tekist á um kröfu verjanda Halls um að ríkissaksóknari víki sæti vegna ummæla sem hann lét falla um málið í tímariti, eftir að ákæra var gefin út í málinu. Kröfunni var hafnað hjá sakadómi Reykjavíkur og staðfest í Hæstarétti.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Frávísun 0 0,00 Málskostnaður felldur niður Ekki tekin afstaða Dómur sakadóms Reykjavíkur   óraskaður

Slóð á dóm: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LgrIzIdbc4XAQOx%2fQ84ew8KFtnC9crb5zxTzzswK2jMBAMgzOuaYyviRhPJ9eyQ9KvSUyv0DYYO0GRqeIJinXYg5HwB2yUffRsRDhywNeEN7%2bIbeH%2bOBM9R1H2CdoCy9zoJUT%2bzTZMTjjjW59tSmQg71pqn%2bEdpUi