1992 Kristján Þorvaldsson,Þóra Kristin Ásgeirsdóttir og Blað hf. Gegn Gallerí Borg hf. og Úlfari Þormóðssyni og gagnsök - Meiðyrði

Í vikublaðinu Pressunni birtist grein um Gallerí Borg sem var verslun með listmuni og Úlfar Þormóðsson, framkvæmdarstjóra hennar, undir fyrirsögninni: „Gallerí Borg beitti fyrir sig rannsóknum sem aldrei fóru fram“. Á forsíðu blaðsins var kynning greinarinnar mjög áberandi með yfirskriftinni: „Úlfar í Gallerí Borg“ en síðan aðalfyrirsögnin, með mjög stóru letri: „Laug til um rannsóknir á málverkum“. Í undirfyrirsögn á forsíðu sagði: „Þegar tvö málverk sem sögð voru eftir S... málara komu til sölu í Gallerí Borg sagði Úlfar að þær hefðu verið gegnumlýstar til að kanna aldur þeirra. Það var aldrei gert. Úlfar segist nú hafa misskilið sérfræðingana. Þetta er ekki eina dæmið um vafasöm málverk eða viðskiptahætti Gallerí Borgar“ Greinin var birt á 8. og 9. bls. Pressunnar og var í henni að finna fleiri vafasöm ummæli um Gallerí Borg og Úlfar. Undir greinina rituðu fullum nöfnum Kristján Þorvaldsson, ritstjóri og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, blaðamaður Pressunnar. Gallerí Borg og Úlfar kröfðust ómerkingar ummælanna, refsingar og greiðslu bóta og kostnaðar við birtingu dóms í þremur dagblöðum. Ummæli í 11 töluliðum voru ómerkt en hafnað var kröfu um ómerkingu ummæla í 2 töluliðum. Úlfari voru dæmdar miskabætur kr. 100.000 og Gallerí Borg bætur fyrir röskun á viðskiptavild og stöðu fyrirtækisins, kr. 200.000. Kristján var dæmdur til greiðslu sektar, kr. 25.000 og Þóra kr. 8.000. Þá voru Kristján og Þóra dæmd til greiðslu kostnaðar við birtingu dómsins kr. 150.000. Kristján bar einn ábyrgð á ummælum á forsíðu blaðsins en Kristján og Þóra sameiginlega á öðru efni blaðsins og skiptist ábyrgð þeirra á bótagreiðslum í hlutföllum í samræmi við það. Fallist var á að heimta mætti dæmdar fjárhæðir af þrotabúi Blaðs hf. sem var útgefandi blaðsins.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Sekt 483000 1232202,23 150000 Kristján Þorvaldsson, ritstjóri   og
   
     
   
    Þóra Kristin Ásgeirsdóttir
Dómur bæjarþings Reykjavíkur   óraskaður efnislega en fjárhæðum bóta breytt

 

Slóð á dóminn: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxLZl%2fKEmYYq1mIF7xzjEeidu%2bRNxl%2fRRTO3wyxGx7kImQnJazU8WnxujH%2b42EN9nPf5NUQLkKSm3828EAPlnaQ1Qa9U8Bnh6vYzdcS19SoqI8ZEcIDQ%2f2JE%2ffTkrxjxPcR4CsEvtmNRv