2002 Hrönn Sveinsdóttir Árni Sveinsson Böðvar Bjarki Pétursson Inga Rut Sigurðardóttir og Tuttugu geitur sf. (Erla S. Árnadóttir hrl.) gegn Ungfrú Íslandi ehf. Elvu Dögg Melsteð o.fl.

Ungfrú Ísland ehf. o.fl. kröfðust þess að lagt yrði lögbann við því að Hrönn Sveinsdóttir o.fl. gæfu út, sýndu eða birtu opinberlega með öðrum hætti kvikmynd sem sýndi og fjallaði um fegurðarsamkeppni. Hafði Hrönn Sveinsdóttir, sem var einn keppenda, ýmist sjálf tekið eða fengið aðra til að taka upp á myndband talsvert efni frá undirbúningi og framkvæmd keppninnar, sem sneri bæði að henni sjálfri og öðrum keppendum. Hafði hún í framhaldi af því notað efni úr þessum upptökum við gerð kvikmyndar, sem var kynnt opinberlega að fyrirhugað væri að sýna almenningi. Héraðsdómari taldi að Hrönn o.fl. þyrftu að bera hallann af því að neita að sýna kvikmyndina við meðferð málsins, og að aðrir lögbannsbeiðendur en Ungfrú Ísland ehf. hefðu á þeim grunni nægilega gert sennilegt að með sýningu kvikmyndarinnar yrði vegið að friðhelgi einkalífs þeirra. Við meðferð málsins fyrir Hæstarétti lögðu Hrönn o.fl. fram eintak af kvikmyndinni. Í dómi Hæstaréttar segir að Hrönn o.fl. hafi lítið sem ekkert vísað til þessa eintaks af myndinni í málatilbúnaði sínum fyrir réttinum. Liggi þannig ekki nægilega fyrir hvað Hrönn o.fl. telji sannað með þessu gagni í einstökum atriðum. Til þess verði einnig að líta að í greinargerð þeirra sé tekið fram að þetta eintak af kvikmyndinni sé aðeins til afnota fyrir dómendur, en um helmingur keppenda hafi ásamt lögmanni horft á þessa gerð hennar og geti á þeim grunni tjáð sig um verkið ef efni séu talin til þess. Með þessu háttalagi við gagnaöflun hafi Hrönn o.fl. virt að vettugi þá grundvallarreglu einkamálaréttarfars að jafnræðis beri að gæta um rétt málsaðila til að kynna sér og tjá sig um sönnunargögn gagnaðila síns. Auk þessa hafi Hrönn o.fl. með því að leggja fyrst fram á þessu stigi eintak af kvikmyndinni raskað í öllum meginatriðum þeim grundvelli, sem þau hafi kosið sjálf að reisa málatilbúnað sinn á fyrir héraðsdómi. Þegar alls þessa sé gætt séu ekki skilyrði til að taka tillit til þessa sönnunargagns við úrlausn málsins fyrir Hæstarétti. Var hinn kærði úrskurðar því staðfestur.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Tjáningarfrelsi,   friðhelgi einkalífs Staðfest lögbann 0 0 250000 Ekki tekin afstaða Kærður úrskurður sýslumanns á lögbann

 

Slóð á dóm: http://www.haestirettur.is/domar?nr=1818&leit=t