2007 Hrefna Kristmundsdóttir Júlíus Jón Þorsteinsson og Elí Sigursteinn Þorsteinsson gegn Ríkisútvarpinu ohf.

Árið 2002 sýndi Ríkisútvarpið kvikmynd úr þáttaröðinni Sönn Íslensk sakamál í sjónvarpi úr þáttaröð er framleidd var af félaginu Hugsjón ehf. Efni myndarinnar var sótt í þann atburð þegar Þorsteini Guðnasyni, eiginmanni áfrýjandans Hrefnu Kristmundsdóttir og föður annarra áfrýjenda, var ráðinn bani á vinnustað sínum í Reykjavík. Áfrýjendur byggðu á því að eins og fjallað hefði verið um efnið í myndinni hefði verið vegið harkalega að friðhelgi einkalífs þeirra og kröfðust þau því miskabóta úr hendi Ríkisútvarpsins. Áfrýjendur höfðuðu málið upphaflega gegn Ríkisútvarpinu og Brautarholt 8, sem var þá nýtt heiti á félaginu Hugsjón ehf, en fyrir aðalmeðferð máls í héraði var B tekið til gjaldþrotaskipta. Óumdeilt var í málinu að félagið Hugsjón ehf, sem var framleiðandi myndarinnar, réði efnistökum og framsetningu hennar og að nafns Hugsjónar var getið í lok myndarinnar. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að a. liður 26. gr. útvarpslaga verði ekki skýrður á annan veg en þann að félagið hefði verið flytjandi í merkingu ákvæðisins og réði þar engum úrslitum að það hefði ekki jafnframt lagt til þá tækni, sem þyrfti til að dreifa efninu til áhorfenda. Með vísan til meginreglu 26. gr., um að sá sem flytur sjálfur efni í eigin nafni beri ábyrgð á því, bar félagið Hugsjón ábyrgð á myndinni. Ábyrgð stefnda gat því aðeins komið til að enginn annar væri fyrir hendi skv. a. til c. lið 26. gr., en 26. gr. útvarpslaga yrði ekki skýrð svo að ógjaldfærni eða andlát þess, sem ber ábyrgð samkvæmt a. lið greinarinnar gæti leitt til þess að ábyrgð, sem ekki var fyrir hendi í upphafi, yrði síðar lögð á útvarpsstjóra sbr. d. lið 26. gr. Að öllu virtu var Ríkisútvarpið sýknað af kröfum áfrýjenda vegna aðildarskorts.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Friðhelgi   einkalífs Sýkna 0 0 Málskostnaður felldur niður Ekki tekin afstaða Héraðsdómur Reykjavíkur   óraskaður

 

Slóð á dóm: http://www.haestirettur.is/domar?nr=4774&leit=t