2008 Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gegn Ásgeiri Þór Davíðssyni

Dæmd voru dauð og ómerk ýmis ummæli í grein í tímaritinu Ísafold. Féllst Hæstiréttur á með Ásgeiri Þór Davíðssyni, kenndum við Goldfinger, að í tímaritsgreininni hefðu falist aðdróttanir um refsiverða háttsemi. Hins vegar var talið að tvenn ummæli í greininni væru almenns eðlis og beint að ótilgreindum mönnum en ekki Ásgeiri. Voru Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamenn og höfundar greinarinnar, því sýknuð af kröfu Ásgeirs um ómerkingu þessara ummæla. Voru Ásgeiri dæmdar 500.000 krónur í miskabætur. Þá var fallist á að skilyrði væru til að dæma Jón og Ingibjörgu til greiðslu kostnaðar til að standa straum af birtingu dóms í málinu.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Meiðyrði Sekt 800000 1069355,8 350000 Jón Trausti Reynisson ritstjóri   og blaðamaður, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður Héraðsdómur Reykjavíkur gerði   fleiri ummæli ómerk og bótafjárhæðir voru hærri

 

Slóð á dóm: http://www.haestirettur.is/domar?nr=5819&leit=t