2008 Páli Magnússyni, Helga Seljan Jóhannssyni, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, Sigmari Guðmundssyni og Þórhalli Gunnarssyni

Lucia Celeste Molina Sierra og Birnir Orri Pétursson höfðuðu mál til heimtu bóta vegna miska sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna umfjöllunar Páls Magnússonar, Helga Seljan Jóhannessonar, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur Sigmari Guðmundssyni og Þórhalli Gunnarssyni, fréttamönnum, í dægurmálaþættinum Kastljósi og í fréttatímum útvarps og sjónvarps Ríkisútvarpsins um umsókn Luciu um íslenskan ríkisborgararétt. Kjarni umfjöllunarinnar var hvort meðferð umsóknarinnar hefði verið óeðlileg og það helgast af tengslum Luciu við þáverandi umhverfisráðherra. Var málatilbúnaður Luciu og Birnis reistur á því að umfjöllunin hefði falið í sér ólögmæta meingerð í þeirra garð. Taldi Hæstiréttur að ætla yrði fjölmiðlum svigrúm til umfjöllunar um málefni sem þetta, sem ætti erindi til almennings og væri hluti af þjóðfélagsumræðu. Viðleitni Helga, Jóhönnu, Sigmars og Þórhalls til að sýna fram á að afgreiðsla umsóknar Luciu væri tortryggileg og að valdi hefði verið misbeitt hefði ekki beinst að Luciu og Birni heldur að þáverandi umhverfisráðherra og allsherjarnefnd Alþingis. Hins vegar var talið að umfjöllun Helga, Jóhönnu, Sigmars og Þórhalls í Kastljósi og viðleitni þeirra til að sýna fram á að meðferð og afgreiðsla umsóknar Luciu hefði verið óeðlileg hefði borið ofurliði vilja þeirra til að fara rétt með staðreyndir og til að leiðrétta rangfærslur og gera viðhlítandi grein fyrir lagagrundvelli málsins. Þótt fallast mætti á með Luciu og Birni að Páll, Helgi, Jóhanna, Sigmar og Þórhallur hefðu í ýmsum atriðum brotið þær skyldur sem á þeim hvíldu í starfi og ekki sýnt Luciu og Birni þá tillitssemi sem ætlast hefði mátt til, þá hefði umfjöllunin um persónuleg atriði sem Luciu og Birni vörðuðu verið svo samofin málefninu að útilokað hefði verið að greina þar skýrlega á milli. Yrðu einstaklingar að nokkru marki að þola að persónuleg málefni, er þá varða, kæmu í slíkum tilvikum til almennrar umfjöllunar. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu af kröfum Luciu og Birni um miskabætur og að ekki væru skilyrði til að dæma refsingu vegna brota á 228. og 229. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Friðhelgi   einkalífs Sýkna 0 0 Málskostnaður felldur niður Ekki tekin afstaða Héraðsdómur Reykjavíkur   óraskaður

Slóð á dóm:

http://www.haestirettur.is/domar?nr=5875&leit=t