- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
eiðar Már Guðjónsson höfðaði mál gegn Inga Frey Vilhjálmssyni blaðamanni, ásamt Jóni Trausta Reynissyni og Reyni Traustasyni ritsjórum DV, vegna tiltekinna ummæla um hann sem birt voru annars vegar í prentaðri útgáfu DV og hins vegar netútgáfu þess á www.dv.is. Krafðist Heiðar þess að ummælin yrðu ómerkt og að Inga, Jóni og Reyni yrði annars vegar gert að greiða honum miskabætur vegna þeirra og hins vegar að greiða honum tiltekna fjárhæð fjárhæð vegna kostnaðar við birtingu dóms í fjölmiðlum. Í niðurstöðu Hæstaréttar var það rakið að ummæli þau sem krafist var ómerkingar á hefðu verið sett fram í umfjöllun fjölmiðils um stöðu íslensku krónunnar síðustu árin fyrir þau efnahagsáföll sem dunið hefðu yfir í lok árs 2008. Hefði umfjöllunin einkum lotið að ætluðum þætti Heiðars í gengislækkun íslensku krónunnar og hún þannig átt brýnt erindi til almennings og væri hluti mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Hvað varðaði ummæli í tveimur fyrstu kröfuliðum Heiðars taldi Hæstiréttur að Inga, Jóni og Rreyni yrði ekki gert að leiða frekari sönnur að réttmæti þeirra en þau gögn sem lágu fyrir í málinu. Hvað varðaði ummæli sem birst höfðu í leiðara DV féllst Hæstiréttur á það með héraðsdómi að ummælin teldust til svokallaðra gildisdóma. Þótt ummælin hefðu verið sett fram af smekkleysi og með þeim djúpt tekið í árinni yrði á það fallist að þau hefðu nægileg tengsl við staðreyndir sem um hefði verið fjallað af hálfu Inga, Jóns og Rreynis. Var því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu Inga, Jóns og Rreynis af kröfum Heiðars.
Skilgreining á eðli máls | Niðurstaða dóms | Bótaupphæð | Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) | Málskostnaður | Hver er ábyrgur | Dómur undirréttar (hvaða ?) |
Friðhelgi einkalífs og meiðyrði | Sýkna | 0 | 0 | Málskostnaður felldur niður | Ekki tekin afstaða | Héraðsdómur Reykjavíkur óraskaður |