2011 Jón Bjarki Magnússon gegn Margréti Lilju Guðmundsdóttur

Margrét Lilja Guðmundsdóttir höfðaði mál gegn blaðamanninum Jóni Bjarka Magnússyni og krafðist ómerkingar ummæla sem birst höfðu í þremur tölublöðum DV. Ummælin vörðuðu mál sem Margrét kom að ásamt fleirum, svokallað Aratúnsmál. Jón krafðist sýknu og hélt því m.a. fram að ummælin væru ekki ærumeiðandi, sum þeirra væru höfð eftir öðrum og aðrar væru beinar tilvitnanir í eldri blaðagrein. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um ómerkingu ellefu ummæla þar sem í þeim hefðu falist ærumeiðandi aðdróttanir í garð Margrétar í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hvað varðar ummæli sem tekin voru úr grein er birst hafði í dagblaði árið 1987 þótti fram komið að þegar Jón skrifaði sína grein hefði hann haft undir höndum dóm sakadóms Reykjavíkur frá árinu 1987 og hefði niðurstaða dómsins ekki verið í samræmi við ummælin. Því gat Jón ekki hafa verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra ummæla sem hann birti í grein sinni um málefnið. Jón var á hinn bóginn sýknaður af kröfu um ómerkingu tveggja ummæla sem lutu að líkamsárás á öryggisvörð. Þá voru miskabætur lækkaðar.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Meiðyrði Sekt 300000 326631,52 800000 Jón Bjarki Magnússon, höfundur   greinar. Héraðsdómur Reykjavíkur   óraskaður að öðru leiti en miskabætur voru lækkaðar

 

Slóð á dóm: https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=1c8805d8-9c8d-4458-a51c-287d1d9859cc