2011 Pálmi Haraldsson gegn Svavari Halldórssyni, Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur og Páli Magnússyni

lmi Haraldsson, kenndur við Fons og þáverandi eigandi Iceland Express, höfðaði mál gegn Svavari Halldórssyni og Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur, fréttamönnum RÚV og Páli Magnússyni, útvarpsstjóra til vara, vegna tiltekinna ummæla sem viðhöfð voru um hann í aðalfréttatíma RÚV kl. 19 hinn 25.mars 2010. Krafðist hann m.a. ómerkingar ummælanna og að Svavar yrði dæmdur til refsingar samkvæmt 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í Hæstarétti var Svavar sýknaður af kröfum Pálma vegna ummæla sem tilgreind voru í staflið a í dómkröfum Pálma„Milljarðar hurfu í reyk“þar sem Svavar hefði ekki verið flytjandi þeirra í skilningi a. liðar 26. gr. útvarpslaga nr. 53/2000 og engu breytti í þeim efnum þótt hann hefði samið ummælin. Þá taldi Hæstiréttur að fyrrgreind ummæli og ummælin sem tilgreind voru í staflið e „en þeir peningar finnast hins vegar hvergi“ sem Svavar flutti sjálfur væru sömu merkingar. Í ljósi þessa og þeirrar ábyrgðarraðar sem mælt væri fyrir um í einstökum stafliðum 26. gr. útvarpslaga yrðu ummælin í staflið a ekki ómerkt sérstaklega og var Páll þegar af þeirri ástæðu sýknaður af kröfum Pálma. Þá taldist Svavar ekki flytjandi ummæla í stafliðum b og c í skilningi 26. gr. útvarpslaga og var hann því einnig sýknaður vegna þeirra. Óumdeilt var að Svavar væri höfundur ummælanna í stafliðum b, c og d og yrði því hvorki talið að María hefði í skilningi a. liðar 26. gr. útvarpslaga flutt sjálf efni þetta í eigin nafni né teldist hún flytjandi í skilningi b. liðar ákvæðisins. Taldi Hæstiréttur að þulur sem einvörðungu kynnir efni við útsendingu þess, og hefur hvorki samið efnið né á í ljósi starfsskyldna sinna nokkurn ákvörðunarrétt um flutning þess, teldist ekki flytjandi í skilningi b. liðar 26. gr. laganna. Yrði ábyrgð Maríu ekki reist á þessum ákvæðum og var hún því sýknuð af kröfum Pálma. Hæstiréttur taldi að þegar ummælin í staflið e „en þeir peningar finnast hins vegar hvergi“sem Svavar samdi og flutti að loknum inngangi fréttarinnar væru virt í samhengi við önnur ummæli í fréttinni yrðu þau ekki skilin á annan veg en þann að með þeim væri verið að bera Pálma á brýn refsiverða háttsemi sem félli undir ákvæði almennra hegningarlaga. Svavar hefði ekki sýnt fram á að þetta ætti við rök að styðjast og við vinnslu fréttarinnar leitaði hann ekki eftir upplýsingum frá Pálma um efni hennar. Með þessu gætti hann ekki að þeirri skyldu sem fram kæmi í 2. gr. reglna Ríkisútvarpsins frá 1. maí 2008 og gæti ekki talist hafa verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra ummæla sem í fréttinni fólust. Þessi ummæli voru því ómerkt en ekki voru talin efni til að dæma Svavar til refsiábyrgðar vegna flutnings þeirra eða til greiðslu kostnaðar af birtingu dómsins með vísan til þeirrar heimildar sem fram kæmi í 2. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn var Svavar dæmdur til að greiða Pálma 200.000 krónur í miskabætur.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Meiðyrði Sekt 200000 217754,35 600000 Svavar Halldórsson, fréttamaður   sem samdi fréttina Í Héraðsdómi Reykjaness voru öll   ákærðu sýknuð

Slóð á dóm: https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=2f189e79-323b-4981-a59a-a651cb9159f8