Mál nr. 2/2006-2007

Kærandi: Nafnleynd
Kærðu: Séð og heyrt. Mikael Torfason ritstjóri og Brynja Björk Garðarsdóttir blaðamaður.
Kæruefni: Umfjöllun tímaritsins Séð og heyrt um sambandsslit kæranda og unnusta hennar, sérstaklega textinn: ,,Næsti gjörðu svo vel!" sem birtist við hlið myndar af kæranda.

Málsmeðferð:

Málið er kært til siðanefndar með bréfi frá Lögmannsstofu Jóns Egilssonar fyrir hönd NN, dagsettu 1. september 2006. eð kærunni fylgir ljósrit af umfjölluninni í Séð og heyrt sem og umsögn frá sóknarpresti vegna umfjöllunarinnar. iðanefnd leitaði viðbragða ritstjóra éð og heyrt. var ikaels Torfasonar ritstjóra, barst með tölvupósti 26. september. iðanefnd Blaðamannafélags Íslands fjallaði um málið á fundum 11. september og 9. og 30. október.

Málavextir:

Tímaritið Séð og heyrt fjallar um sambandsslit kæranda og unnusta hennar, sem er fyrrverandi Herra Ísland, í 33. tölublaði sínu, 17.-23. ágúst 2006. tórar myndir af báðum aðilum fylgja umfjölluninni og við myndina af kæranda stendur stórum stöfum á gulum bakgrunni, sem myndaður er af stjörnu, ,,Næsti, gjörðu svo vel!" egir í kærunni að með þessu virðist sem verið sé að vísa til kæranda sem nokkurs konar gleðikonu eða lauslátrar stelpu, ,,sem taki hvern strákinn á eftir öðrum". Kærandi hafi tekið þetta afar nærri sér. Í kærunni er sérstaklega tekið fram að kærandi sé óharðnaður, ósjálfráða unglingur, nýorðin 17 ára, og brotið því alvarlegra en ella. anlíðan kæranda vegna þessarar umfjöllunar er einnig lýst í umsögn sóknarprests.

Í kærunni segir að móðir kæranda hafi árangurslaust reynt að ná sambandi við blaðamann og ritstjóra tímaritsins en ,,hugsanlega myndi skýring fjölmiðilsins eða afsökun valda umbj. mínum meiri skaða. Ekki verður t.d. séð að unnt sé að leiðrétta ummælin: ,,Næsti, gjörðu svo vel!" án þess að það komi illa út fyrir umbj. minn."

Í svari ikaels Torfasonar ritstjóra á éð og heyrt kemur fram að parið sem fjallað var um hafi margoft komið fram í fjölmiðlum og því hafi verið sagt frá sambandsslitunum. Hins vegar útskýrir ikael að stjarnan og textinn inni í henni hafi verið sett við hlið ljósmynd af kæranda vegna mistaka í umbroti blaðsins. tjarnan með textanum ,,Næsti, gjörðu svo vel!" hafi átt að fylgja greininni fyrir neðan. ú frétt fjalli um konu sem sé farin að vinna í verslun og sé því viðeigandi.

Aðilum ber ekki saman um leiðréttingarhlið málsins. ikael segir: ,,Móðir kæranda vildi alls ekki fá leiðréttingu þegar ég gekk á hana og það kemur líka fram í kærunni. vo hendur mínar eru bundnar. Þetta voru mannleg mistök sem ég fæ ekki leyfi til að leiðrétta." Þá segir í svari ikaels að tímaritið vilji ekki særa neinn. ,,Okkur þykir mjög leiðinlegt að layout-manneskjan hafi gert þessi mistök sem virðast hafa sært stúlkuna."

Umfjöllun:

Siðanefnd telur ljóst að umfjöllun tímaritsins éð og heyrt hafi valdið kæranda mikilli vanlíðan.

Meginefni kærunnar snýst um stjörnumerkingu myndarinnar af kæranda og hvort að tímaritið hafi með textanum: ,,Næsti, gjörðu svo vel!" brotið gegn siðareglum blaðamanna. Siðanefnd tekur útskýringar ritstjóra um mannleg mistök í umbroti trúanlegar. Siðanefnd telur þessi mistök óheppileg en að ekki verði séð að um ásetning hafi verið að ræða.

Úrskurður:

Séð og heyrt telst ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélag Íslands.

Kristinn Hallgrímsson, Hjörtur Gíslason , Sigurveig Jónsdóttir, Salvör Nordal, Brynhildur Ólafsdóttir