- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Um sjötíu einstaklingar komu saman á Lausnamóti Blaðamannafélags Íslands um framtíð fjölmiðla og blaðamennsku í Sykursalnum, Grósku, síðdegis í gær. Unnið var í þverfaglegum teymum að því að finna lausnir við raunverulegum áskorunum sem steðja að íslenskum fjölmiðlum og blaðamennsku.
Viðburðurinn var vettvangur öflugrar hugmyndavinnu blaðamanna, stjórnenda fjölmiðla, stjórnmálafólks, embættismanna, forsvarsfólks hagsmunasamtaka, ýmissa sérfræðinga t.a.m. á sviði markaðsmála, fjölmiðla og nýsköpunar, fulltrúa atvinnulífsins og fræðasamfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Unnið var í sjö hópum, þar sem hver hópur tók fyrir ákveðið málefni tengt sameiginlegum hagsmunum fjölmiðla, blaðamanna og almennings:
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands hélt opnunarávarp þar sem hún lagði áherslu á samfélagssátt um að efla fjölmiðla og blaðamennsku á Íslandi. Logi Einarsson, menningar-, háskóla- og nýsköpunarráðherra, sótti einnig á fundinn, hlýddi á niðurstöður vinnunnar og fór yfir sína sýn á málaflokkinn. Hann lofaði aðgerðum í nýrri fjölmiðlastefnu ríkisstjórnarinnar sem er nú í mótun og sagðist jafnframt ætla að kalla eftir niðurstöðum Lausnamótsins í þeirri vinnu. Að móti loknu var viðstöddum boðið að fylgjast með afhendingu Blaðamannaverðlauna ársins 2024.
Næstu skref hjá Blaðamannafélaginu eru að vinna úr niðurstöðum mótsins. Stefnt er að því að gefa þær út í lausnavísi sem mun nýtast sem hagnýtt tæki til að móta framtíð íslenskrar blaðamennsku og fjölmiðla.
Blaðamannafélag Íslands þakkar öllum þátttakendum fyrir þeirra mikilvæga framlag og lítur björtum augum til áframhaldandi þróunar og umbóta á íslenskum fjölmiðlamarkaði.