- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna á hamfaratímum við upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga. Blaðamannafélag Íslands og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa uppfært samkomulag sitt um bætt aðgengi fréttamiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesskaga og tekur það gildi 1. febrúar 2025 og gildir til 31. desember 2025. BÍ sér um útgáfu passa til fréttamiðla og sjálfstætt starfandi blaðamanna ((blaðamenn, ljósmyndara og myndatökumenn) sem vinna við reglulega fréttaöflun fyrir fréttamiðla, innlenda sem erlenda.
Fulltrúar BÍ eru í reglubundnu samtali við fulltrúa Almannavarna og Lögregluembættisins á Suðurnesjum um hvernig megi best tryggja að blaðamenn geti sinnt hlutverki sínu á hamfaratímum. Nýtt samkomulag tekur mið af þessu.