Reglur um úthlutun orlofshúsa BÍ

 

  1. Sumarmánuðunum þremur, 12-14 vikum, auka páska, jóla og áramóta skal úthlutað sérstaklega og gilda þá neðangreindar úthlutunarreglur. Á öðrum tímabilum geta virkir félagar í BÍ bókað sig á opnum orlofsvef félagsins, en heimilt er að grípa til takmarkana þar um ef ástæða er til og setja upp punktakerfi vegna úthlutunar.
  2. Forgang hafa þeir sem eru greiðandi félagar í orlofshúsasjóð.
  3. Lífeyirsþegar hafa forgang umfram lausamenn, enda hafi þeir greitt í orlofshúsasjóð þegar þeir voru á vinnumarkaði.
  4. Úthlutun  á orlofshúsum á hverju af þremur orlofssvæðum BÍ er sjálfstæð, þannig að úthlutun á einu svæði hefur ekki áhrif á úthlutun á öðrum svæðum.
  5. Félagsnúmer ræður úthlutun þar sem félagsnúmerið endurspeglar veru í félaginu.
  6. Félagsnúmer víkur fyrir hærra númeri séu styttra en sex ár frá síðustu úthlutun á hverju orlofssvæði fyrir sig.

 Samþykkt á fundi stjórnar orlofshúsasjóðs 27. jan. 2023