Árni Bergmann (1935-)

Árni er fæddur 22. ágúst í Keflavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1954 og magisterprófi í rússnesku frá Moskvuháskóla 1962. Árni var lengi blaðamaður á Þjóðviljanum, hóf störf þar 1962, og gegndi ritstjórnarstarfi við blaðið í 14 ár til ársins 1992. Hann var jafnframt helsti bókmenntagagnrýnandi blaðsins, samkvæmt upplýsingum á vefnum bokmenntir.is.

Árni starfaði síðan sem stundakennari í almennri bókmenntafræði og rússnesku við Háskóla Íslands frá árinu 1973. Hann kom einnig að þáttagerð fyrir Sjónvarpið á árunum 1973-1975. Hann átti sæti í stjórn Norræna menningarsjóðsins 1990, sat í stjórn Þýðingarsjóðs og var lengi í ritnefnd Tímarits Máls og menningar.

Árni hefur skrifað fjölda greina um rússneskar og sovéskar bókmenntir sem birst hafa í Tímariti Máls og menningar og víðar og þýtt aragrúa leikrita úr rússnesku fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og Ríkisútvarpið. Fyrsta skáldsaga hans, Geirfuglarnir, kom út 1982 en skáldsagan Þorvaldur víðförli var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1994 og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1998. Auk skáldsagna hefur Árni sent frá sér barnabækur og endurminningabækur.

http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%81rni_Bergmann

http://www.visir.is/arni-bergmann-saemdur-vinattuordu-russlands/article/2010554156124