Auðunn Guðmundsson (1936- 2017)

Auðunn fæddist 16. september. Foreldrar hans voru Guðmundur Ögmundsson, bifreiðastjóri, og Guðbjörg Auðunsdóttir. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956 og hóf um haustið nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Auðunn er á lista þeim yfir félaga í BÍ sem samþykktur var á félagsfundi í febrúar 1960. Hann var blaðamaður á Alþýðublaðinu, var m.a. umsjónarmaður síðu Félags ungra jafnaðarmanna ásamt Unnari Stefánssyni. Hann réð sig síðan til dagblaðsins Myndar þegar það var stofnað og sex ára blaðamannsferli hans lauk þegar blaðið lagði upp laupana um tveimur mánuðum síðar, haustið 1962. Auðunn starfaði eftir það sem bankamaður uns hann komst á eftirlaun.