- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Benedikt fæddist á Eyvindarstöðum, Álftanesi, sonur Sveinbjarnar Egilssonar, síðar rektors, og Helgu Benediktsdóttur Gröndal hins eldra. Hann varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1846 og stundaði nám í náttúrufræðum og bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla, þaðan sem hann lauk meistaraprófi í norrænum fornbókmenntum árið 1863. Eftir nám kenndi hann um tíma við Reykjavíkurskóla, en hélt aftur til útlanda, m.a. til Louvain í Belgíu, árið 1857. Á ferðum sínum var hann löngum í slagtogi við Etienne Djunkovsky, kaþólskan trúboða, sem Íslendingar kölluðu gjarnan Djúnka og Göndal segir frá í helstu ritum sínum, Dægradvöl og Heljarslóðaorustu. Eftir að heim kom sinnti Gröndal ýmsum rit- og kennslustörfum, síðast við Lærða skólann árin 1874-1883.
Benedikt gaf út fjölda ritverka, greina, þýðinga og skáldverka, telst einn þeirra þriggja höfuðskálda aldarinnar sem ýmist voru ritstjórar eða sískrifandi í blöð. Hann ritaði um hin fjölbreytilegustu efni, m.a. um skáldskapar- og fagurfræði, en gaf sig þegar á leið æ meir að heimspeki.
Í Louvain skrifaði hann ritgerð um heimspekisögu, „Um það að vita“, og gaf hana út í blaði sínu, Gefn, sem hann stofnaði 1870 og gaf út til 1874. Að auki skrifaði Gröndal fjölda greina í blöð og tímarit, auk ljóða. Um Benedikt Gröndal segir í riti Vilhjálms Þ. Gíslasonar um Blöð og blaðamenn, að honum „var eiginlega ekkert mannlegt óviðkomandi, þó að meiningar breyttust og menn væru honum misjafnlega hugstæðir“.
http://is.wikipedia.org/wiki/Benedikt_Sveinbjarnarson_Gr%C3%B6ndal
http://www.lestu.is/safn/Benedikt%20Sveinbjarnarson%20Grondal/index.html{C}<!--[if !supportNestedAnchors]-->
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=275357&pageId=3948701&lang=is&q=Benedikt%20Gr%F6ndal
http://www.ni.is/frettir/nr/13626{C}<!--[if !supportNestedAnchors]-->