Benedikt Sveinsson (1877-1954)

Benedikt fæddist á Húsavík. Hann var stjórnmálamaður, ritstjóri, bókavörður og bankastjóri. Benedikt var einn af helstu hvatamönnnum að stofnun Landvarnarflokksins og ritstjóri Ingólfs, blaðs þess, er út var gefið á vegum flokksins. Þar var birt stefna flokksins sem skyldi vera fullt stjórnarfarslegt frelsi til handa Íslendingum. Hann var og einn sex ritstjóra íslenskra blaða sem undirrituðu hið sögulega Blaðamannaávarp sem átti eftir að hafa mikil áhrif í stjórnmálabaráttunni í kjölfarið og ýmsir telja að hafi átt veigamikinn þátt í að Uppkastið svokallaða var fellt. Benedikt var ritstjóri í Reykjavík við nokkur blöð, m.a. Ingólf, Fjallkonuna og Þjóðina. Hann var faðir Bjarna Benediktssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og síðar forsætisráðherra, föður Björns Bjarnasonar, aðstoðarritstjóra og fréttastjóra við Morgunblaðið og Vísi, og síðar menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra, afi Halldórs Blöndals, blaðamanns og þingfréttaritara Morgunblaðsins og síðar forseta Alþingis, og langafi Karl Blöndals, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins og Péturs Blöndals, fyrrverandi blaðamanns.