Bjarni Sigurðsson(1920-1991)

Bjarni fæddist 19. maí 1920 á Hnausi í Villingaholtshreppi. Foreldrar Bjarna voru hjónin Sigurður Þorgilsson bóndi og Vilhelmína Eiríksdóttir. Að loknu stúdentsprófi frá MA hóf Bjarni lögfræðinám við Háskóla Íslands og lauk cand. juris-prófi árið 1949. Það sama ár gerðist hann blaðamaður á Morgunblaðinu og var við blaðamennsku til ársins 1954. Með störfum sínum á blaðinu stundaði hann nám við guðfræðideild HÍ. Hann varð cand.theol í ársbyrjun 1954. Það sama ár var hann kosin sóknarprestur á Mosfelli í Mosfellssveit. Þar var hann prestur til ársins 1976 og jafnframt prestur Þingvallakirkju á árunum 1954-1958 og Saurbæjarsóknar á Kjalarnesi 1967-1972. Bjarni stundaði nám í Þýskalandi, fór þangað í námsferðir um árabil og lauk doktorsprófi í lögfræði og kirkjurétti við Kölnar-háskóla sumarið 1985. Á árunum 1976, er Bjarni lét af prestsskap á Mosfelli, til 1981 var hann lektor í guðfræðideild HÍ í kennimannlegri guðfræði, skipaður dósent 1981 og síðar prófessor. Sr. Bjarni sat í stjórn Prestafélags Íslands, var formaður þess 1968-1970 og átti sæti á kirkjuþingum. Þá sat hann í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands frá stofnun 1965, óslitið þar til 1991.