Davíð Erlingsson (1936-)

Davíð fæddist á Laugum í Reykjadal og átti öll uppvaxtarárin heima í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Erlingur Davíðsson, ritstjóri Dags, og Katrín Kristjánsdóttir. Davíð var blaðamaður á Tímanum frá 1957 og um nokkurt árabil, ýmist sumarmaður eða með háskólanámi eða þar til hann lauk cand.mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1965.  Hann stundaði kennslu í greininni við háskóla bæði hérlendis og erlendis, síðustu áratugina við HÍ, eða þar til hann fór á eftirlaun sem dósent emerítus.