Friðrik Sigurbjörnsson (1923-1986)

Friðrik Sigurbjörnsson var fæddur 2. september í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Þorkelsson kaupmaður í Vísi við Laugaveg og Unnur Haraldsdóttir.

 Friðrik Sigurbjörnsson stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk prófi í lögfræði 1953, en gamall skólabróðir hns og síðar kollegi, Haraldur Jóhannsson, telur í minningargrein um hann að náttúrufræði eða fagurfræði hefðu ekki legið síður fyrir honum.

Eftir að Friðrik lauk prófi í lögfræði var hann skipaður lögreglustjóri í Bolungarvík og gegndi hann því starfi í 10 ár. Blaðamaður við Morgunblaðið var hann árin 1963-1972 en hóf þá störf við Háskóla Islands og var þar prófstjóri um langt árabil. Hann fékkst einnig talsvert við þýðingar.

Sjálfsævisögu föður síns, Sigurbjörns Þorkelssonar, Himneskt er að lifa, I-IV, bjó Friðrik til prentunar.
Þorvaldur Friðriksson, fyrrum fréttamaður á RÚV er sonur Friðriks.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=120563&pageId=1630558&lang=is&q=Fri%F0rik%20Sigurbj%F6rnsson

 http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=224738&pageId=2903239&lang=is&q=Fri%F0rik%20Sigurbj%F6rnsson