- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Guðjón fæddist í Reykjavík 26. apríl. Foreldrar hans voru hjónin Einar Jónsson prentari, f. 15. júní 1899, og Jónína Þorbjörg „Nína” Sveinsdóttir leikkona, f. 3. apríl 1899.
Guðjón lærði prentiðn í Steindórsprenti en starfaði síðar í prentsmiðjunni Eddu til ársins 1959 þegar hann lauk meistaraprófi í prentiðn. Sama ár hóf hann störf hjá Dagblaðinu Tímanum sem ljósmyndari og síðar sem skrifstofustjóri ritstjórnar þar til hann hætti störfum vegna aldurs árið 1994. Á yngri árum starfaði Guðjón einnig sem sýningarmaður í Háskólabíói.
Guðjón spilaði einnig knattspyrnu með Val og var knattspyrnudómari í mörg ár. Þá var Guðjón liðtækur tónlistarmaður, lék á básúnu og spilaði í nokkrum lúðrasveitum, þó lengst í Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveitinni Svani. Einnig spilaði hann í hljómsveitum og síðustu árin söng hann með Karlakórnum Kátir karlar.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/798827/