Guðrún Stefánsdóttir(1930-)

 Guðrún fæddist 1. júlí í Búðardal, dóttir Stefáns Guðnasonar læknis og Elsu Kristjánsdóttur hjúkrunarkonu. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1949, en lauk síðan BA-prófi frá Háskóla Íslands í íslensku og frönsku. Guðrún vann ýmiskonar ritstjórnar- og útgáfustörf á árunum 1951-1952 með námi, m.a. á Vikunni, en sumarið 1952 hóf hún störf auglýsingadeild Morgunblaðsins þar sem hún starfaði þar til hún hélt til tveggja ára framhaldsnáms í blaðamennsku í Bandaríkjunum. Hún lauk meistaraprófi frá Northwesen University í Evanston, Illinois 1954. Heim komin hóf Guðrún störf á ritstjórn Morgunblaðsins, aðallega í erlendum fréttum, og starfaði þar 1959-1960. Hún dvaldi erlendis 1963-1964, en fékkst síðan við eitt og annað með barnauppeldi, þýðingar, prófarkalestur og störf fyrir Orðabók háskólans. Árið 1975 hóf hún störf við Alþingistíðindi og var þar í 20 ár, eða þar til hún fór á eftirlaun.