- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Gunnar fæddist á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1950 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1956. Hann stundaði framhaldsnám í þjóðarétti og lauk doktorsprófi árið 1961. Gunnar var lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1970, en 1974 var hann skipaður prófessor við skólann. Því starfi gegndi hann til ársins 2001. Hann var ráðunautur stjórnarskrárnefndar 1975-1983. Gunnar var kjörinn alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi 1983-1987. Gunnar var blaðamaður á Morgunblaðinu á háskólaárunum og 1956-1957, ritstjóri Vísis 1961-1966, en réðst þá til starfa í utanríkisráðuneytinu þar sem hann var deildarstjóri ásamt því að vera ráðunautur í þjóðarétti.