Haraldur Ólafsson (1930-)

Haraldur fæddist í Stykkishólmi 14. júlí. Foreldrar hans voru Ólafur A. Kristjánsson, verkamaður þar og síðar bæjargjaldkeri í Hafnarfirði, og Sigurborg Oddsdóttir. Haraldur lauk stúdentsprófi  frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952. Nam guðfræði í Háskóla Íslands 1952-1953 og 1954-1955, heimspeki í Strassbourg-háskóla 1953-1954, þjóðfræði og mannfræði í Parísar-háskóla 1956-1957 og í Stokkhólms-háskóla 1961-1966, og lauk fil.lic.-prófi í mannfræði þar árið 1966. Haraldur var blaðamaður við Alþýðublaðið 1958-1961 og Tímann sumarið 1963. Þá var hann dagskrárstjóri við Ríkisútvarpið 1966-1972, en sneri sér síðan að háskólakennslu og lauk störfum við skólann árið 2000 sem prófessor. Haraldur sat á Alþinpggi sem þingmaður Framsóknarflokksins í  Reykjavík 1984-1987, en var varaþingmaður kjörtímabilið þar á undan. Haraldur er giftur Hólmfríði K. Gunnarsdóttur bróðir Odds Ólafssonar, blaðamanns og ljósmyndara.