Jónas Þorbergsson(1885-1968)

Jónas fæddist á Helgastöðum í Reykjadal. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1909 og var barnakennari um tíma, en fékkst eftir það við ýmis störf í Kanada í sex ár. Jónas var ritstjóri Dags á Akureyri 1920-1927 og ritstjóri Tímans í Reykjavík 1927-1929. Jónas varð fyrsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins 1930 og gegndi því starfi til 1953. Hann var faðir Jónasar heitins Jónassonar útvarpsmanns, sem hóf einmitt feril sinn sem fréttamaður hjá útvarpinu.