- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Magnús Halldór fæddist á Frostastöðum í Skagafirði 23. mars. Foreldrar hans voru Gísli Magnússon, bóndi og hreppstjóri, og Stefanía Guðrún Sveinsdóttir. Magnús stundaði nám við Bændaskólann á Hólum, Héraðsskólann á Laugarvatni og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi og þaðan útskrifaðist hann í fyrsta árgangi skólans 1941. Magnús var bóndi á Frostastöðum um árabil og jafnan kenndur við þann stað. Hann var hins vegar einnig blaðamaður við Tímann frá því síðla sumars 1958 og sinnti því starfi öðru hvoru fram á vor 1961, að því að hann segir sjálfur frá í greinarkorni í Morgunblaðinu 1994. Magnús afhenti syni sínum búforráð á Frostastöðum og fluttist þá með eiginkonu sinni til Reykjavíkur til að hefja blaðamannsstarf hjá Þjóðviljanum sem hann gegndi til 1988, er hann varð sjötugur. Sex árum síðar fluttust þau hjón norður í Frostastaði og þar lést Magnús í snemma árs 2013. Magnús tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1968-1972.