Magnús Kjartansson(1919-1981)

Magnús fæddist á Stokkseyri 25. febrúar. Í drögum að blaðamannatali frá því á sjötta áratug síðustu aldar tiltekur hann um nám sitt að hann hafi lokið stúdentsprófi, heimspekiprófi og stundað nám í norrænum bókmenntum og bókmenntum almennt. Í umsókninni um upptöku í Blaðamannafélag Íslands, sem er dagsett 11. desember 1951, kemur fram að hann hefur hafið störf í blaðamennsku 1956,  haft að aðalstarfi síðan 1957 og allan tímann starfað á Þjóðviljanum. Í upplýsingum um helstu æviatriði segir hann:  „Foreldrar: Kjartan Ólafsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Stúdent 1938. Hóf nám í vélaverkfræði í Kaupmannahöfn, en breytti um nám 1940, tók að stunda norrænunám og bókmenntir, heimspekipróf 1941. Fluttist til Svíþjóðar 1943. Kvæntist Kristrúnu Ágústsdóttur 1944; dóttir Ólöf. Kom heim til Íslands 1945. Í menntamálaráði frá 1946. Fyrsti varaþingmaður Sósíalistaflokksins 1949 og hefur nokkrum sinnum átt sæti á þingi.“

Við þetta er því að bæta að Magnús var ritstjóri Þjóðviljans 1947-1971, eða þar til hann varð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og iðnaðarráðherra til 1974. Magnús var þingmaður Reykvíkinga 1967-1978. Hann skrifaði nokkrar bækur um heimsmálin og hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar árið 1967. Kunnastur var Magnús fyrir pistla sína sem hann kallaði Frá degi til dags og skrifaði undir dulnefninu Austri frá 1959-1971.

http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=419

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=223200&pageId=2878109&lang=is&q=Magn%FAs%20Kjartansson

http://www.landogsaga.is/section.php?id=8721&id_art=8952