Ólafur Friðriksson (1886-1964)

Ólafur fæddist á Eskifirði. Ólafur fór að loknu námi á Akureyri utan til náms og starfa, fór víða um lönd, en dvaldist lengst af í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist stefnu jafnaðarmanna. Eftir heimkomuna og stutta viðdvöl á Akureyri fluttist hann til Reykjavíkur og varð fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins þegar það var stofnað af Alþýðusambandinu í október 1919. Ólafur hafði átt drjúgan þátt í stofnun sambandsins. Ólafur taldist framan af til róttækasta arms flokksins. Honum var vikið frá sem ritstjóra í kjölfar „hvíta stríðsins“ svokallaða, eða sama dag og hann hélt til Moskvu haustið 1922 til að sitja alþjóðaþing kommúnista. Hann varð þó aftur ritstjóri Alþýðublaðsins árin 1939-1932. Ólafur var jafnframt afkastamikill rithöfundur, skrifaði stundum undir dulnefninu Ólafur við Faxafen og skrifaði m.a. fyrstu reyfarana hérlenda, bókmenntagrein sem virðist hafa legið vel við starfsbræðrum hans alla tíð síðan.