Ragnar Lárusson (1935–2008 )

Ragnar Lár, eins og hann var jafnan kallaður, fæddist 13. desember á Brúarlandi í Mosfellssveit. Foreldrar hans voru skólastjórahjónin á Brúarlandi, Kristín Magnúsdóttir og Lárus Halldórsson.

 Ragnar útskrifaðist frá Handíða- og myndlistarskóla Íslands og stundaði eftir það einkanám hjá Gunnari Gunnarssyni listmálara. Ragnar stundaði um hríð sjómennsku, m.a. með Ása í Bæ, en þeir félagar áttu síðar samstarf um útgáfu skopritsins Spegilsins, segir í formála að minningargreinum um hann í Morgunblaðinu á útfarardegi hans 11. janúar 2008.

Ragnar var blaðamaður um 15 ára skeið, m.a. á Alþýðublaðinu, Þjóðviljanum, Vísi og Dagblaðinu. Í áðurnefndum formála í Morgunblaðinu segir að á Vísi hafi hann skapað teiknifígúruna Boggu blaðamann, dægurhetju sem birtist á síðum blaðsins um árabil. Ragnar starfaði síðan við auglýsingagerð og kennslu í mynd- og handmennt uns hann varð að láta af störfum vegna veikinda. Hann vann að myndsköpun alla tíð og hélt fjölda einka- og samsýninga. Þá teiknaði hann og ritaði fjölda greina í blöð og tímarit. Eftir Ragnar liggja sjö barnabækur um Mola litla flugustrák og einnig gerði hann fyrstu hreyfimynd í íslensku sjónvarpi, um Valla víking.

 

hhttps://www.mbl.is/greinasafn/grein/1184654/

 

https://timarit.is/files/19576285