Tryggvi Gíslason (1938-)

Tryggvi fæddist á Bjargi í Norðfirði 1938. Foreldrar hans voru Gísli Kristjánsson útvegsbóndi og Fanny Kristín Ingvarsdóttir. Tryggvi varð stúdent frá MA 1958. Hann lauk meistarapróf í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein. Þá stundaði hann nám í málvísindum við Universitetet i Bergen 1968-1970, þá nám í sögu, heimspeki og málvísindum við The University of Edinburgh 1994-1995. Tryggvi var blaðamaður við Tímann og erindreki Framsóknarflokksins 1958-1959. Hann kenndi við Barna- og miðskóla Selfoss 1959-1960. Þá var hann kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1960-1962 og stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962-1968. Hann var fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins 1962-1968 og fréttaritari Ríkisútvarpsins í Noregi 1968-1972, en hann var kennari í norrænu við Universitetet i Bergen á þeim árum. Skólameistari Menntaskólans á Akureyri  var hann á árunum 1972-1986/1990-2003. Hann var deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990. Þá var hann stundakennari við kennaradeild Háskólans á Akureyri 2000-2003 og kennari við Endurmenntun Háskóla Íslands 2003-2005.