350 milljónir í stuðning við einkarekna fjölmiðla

Tilkynnt var á blaðamannafundi um annan aðgerðapakka  ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19  fyrir stundu að áformað er að setja 350 milljónir kr í stuðning við einkarekna fjölmiðla á þessu ári.  Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðhera segir af þessu tilefni að það sé samfélagslega mikilvægt að tryggja vandaða fjölmiðlun í landinu og „með þessu styðjum við reksturinn og aukum atvinnuöryggi blaðamanna. Þótt tekjur fjölmiðla hafi dregist verulega saman hefur spurn eftir þjónustu þeirra stóraukist. Fjölmiðlar hafa því ekki getað dregið saman seglin eða nýtt sér hlutabótaleiðina á sama hátt og mörg þeirra fyrirtækja sem misst hafa stóran hluta tekna sinna. Það kallar á sérstök viðbrögð,“ segir Lilja.

Nú er unið að útfærslu á relgugerð um úthlutun þessa fjár en svo virðist sem stuðst verði að einhverju leyti við þá vinnu sem þegar hefur verið unnin vegna fjölmiðlafrumvarps ráðherrans sem enn er fast í þinginu. Í tilkynningu stjórnvalda er talað um að fjölmiðlar þurfi að sækja um styrkinn,  að miðað verði við fréttatenga umfjöllun, að tekið verði mið af launagreiðslum viðkomandi fjölmiðafyrirtækis, þak verði  á upphæð til hvers einstak aðila og að tryggt verði að stykurinn nýtist bæði stórum og litlum fjölmiðlum.  Öll þessi atriði eru til staðar í frumvarpi ráðherra sem sjá má hér.

Þess má geta að þessi styrkur er hlutfallslega mun lægri en þeir styrkir sem talað er um í Svíþjóð og Danmörku.