94 fjölmiðlamenn látist við störf árið 2018

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) birti í dag lista yfir þá blaðamenn og fjölmiðlastarfsmenn sem voru drepnir við vinnu sína á árinu 2018. All eru 94 manns á listanum, sem er nokkru fleiri en þeir 82 sem létust árið 2017 við störf sín. Þessi mikli fjöldi er einnig viðsnúningur, því síðustu þrjú ár hefur þeim fjölmiðlamönnum heldur fækkað sem deyja við störf sín, en nú hefur sú þróun semsé snúist aftur við.

Sjá lista IFJ yfir þá sem létust á árinu hér