Aðalfundur hlynntur sameiningu BÍ og FF

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands ályktaði þann 28. apríl um sameiningu Félags fréttamanna og Blaðamannafélags Íslands. Ályktunin er svohljóðandi:

ÁLYKTUN UM SAMEININGU VIÐ FF

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands haldinn 28. apríl 2022 ályktar að Félag fréttamanna skuli sameinast Blaðamannafélagi Íslands undir merkjum Blaðamannafélags Íslands, með eftirgreindum skilmálum:

1. gr. Félögin sameinast undir nafni og kennitölu Blaðamannafélags Íslands. Lög Blaðamannafélags Íslands gilda fyrir hið sameinaða félag. 

2. gr. Sameining félaganna miðast við 1. júní 2022.

3. gr. Sameinað félag tekur við öllum eignum, skuldum, réttindum og skyldum sameinuðu félaganna.

4. gr. Félagi fréttamanna skal reikningslega lokað frá og með sameiningardegi.

5. gr. Félagar í Félagi fréttamanna verða allir félagar í hinu sameinaða félagi og njóta frá sameiningu fullra réttinda í félaginu. Þeir skulu greiða iðgjöld til sameinaðs félags í samræmi við gr. 3.1 í lögum Blaðamannafélags Íslands frá sameiningu. 

6. gr. Félag fréttamanna skal áfram starfrækt sem deild í Blaðamannafélagi Íslands í samræmi við gr. 5.5 í lögum Blaðamannafélags Íslands.

7. gr. Til staðfestingar á sameiningu félaganna er hún samþykkt á aðalfundum beggja hinna sameinuðu félaga með 2/3 hlutum atkvæða þeirra félagsmanna sem fundina sækja.

Félag fréttamanna heldur sinn aðalfund fyrir lok maí þar sem greidd verða atkvæði um samhljóða ályktun.