Afhenti BÍ afrit rannsóknargagna

Þórður Snær Júlíusson
Þórður Snær Júlíusson

Þórður Snær skrifar greinina undir yfirskriftinni „álit“, enda sé hún „yfir­lits- og skoð­ana­grein“ sem hann skrifi í eigin nafni, en ekki sem rit­stjóri eða blaða­maður Kjarn­ans. 

Í greininni upplýsir Þórður Snær að til­efni skrifanna að þessu sinni sé „að fyrir nokkrum dögum síðan fengum ég og lög­maður minn afhent öll gögn máls vegna umræddrar rann­sókn­ar. Gögnin eru umfangs­mikil og afar frétt­næm, í þeim eru upp­lýs­ingar sem eiga mikið erindi við almenn­ing og varpa skýru ljósi á það sem átt hefur sér stað.“ 

Hann upplýsir ennfremur að sam­hliða birt­ingu greinarinnar hafi hann „afhent Blaða­manna­fé­lagi Íslands öll gögn máls­ins, enda varðar það störf, starfs­að­stæður og frelsi allra blaða­manna. Það er gert svo fag­fé­lag stétt­ar­innar geti metið sjálf­stætt að hér sé ekk­ert slitið úr sam­hengi.“ Hann bætir þessari athugasemd við: „Verði ákveðið að fara á eftir mér fyrir að deila þeim gögnum með fag­fé­lagi blaða­manna, þá verður ein­fald­lega að hafa það.“ 

Formaður Blaðamannafélagsins hefur veitt umræddum gögnum viðtöku fyrir hönd félagsins. 

Í greininni rekur Þórður Snær atburðarásina og það sem gögn málsins sýna að hafi átt sér stað - og hvað hafi ekki átt sér stað. 

Niðurlag greinarinnar hljóðar svo: 

„Í nið­­ur­lagi grein­­ar­­gerðar Eyþórs Þor­bergs­sonar aðstoð­ar­sak­sókn­ara fyrir Lands­rétti seg­ir: „Það er ekki ein­falt að rann­saka saka­­mál sem rekið er í fjöl­miðlum af jafn miklu offorsi og raun ber vitni. [...] Fjöl­miðlaum­­fjöllun þar sem leynt og ljóst er reynt að hafa áhrif á rann­­sókn lög­­­reglu, á ákæru­­valdið og nið­­ur­­stöður er ekki sæm­andi rétt­­ar­­rík­­i.“

Þar telur ger­andi sig vera þol­anda. 

Það sem er ekki sæm­andi rétt­ar­ríki er sú aðför að frjálsi fjöl­miðlun sem átt hefur sér stað á Íslandi á und­an­förnum árum af hendi eins stærsta fyr­ir­tækis lands­ins, sem beitt hefur fjár­magni og áhrifum til að reyna að hafa æruna og lífs­við­ur­værið af blaða­mönnum sem opin­ber­uðu mögu­leg lög­brot þess.

Um er að ræða aðför að fólki fyrir að vinna vinn­una sína eða nýta stjórn­­­ar­­skrár­varið tján­ing­­ar­frelsi sitt. Vegna þess varð fólk skot­­spónn ofsókna alþjóð­­legs stór­­fyr­ir­tækis og fót­­göng­u­liða þess, sem að upp­i­­­stöðu virð­ist vera fólk með afar lágan sið­­ferð­is­­þrösk­uld, enga virð­ingu fyrir sam­­fé­lags­sátt­­mál­­anum og litla mann­­lega reisn. 

Umfjöllun okkar um hina svoköll­uðu „Skæru­liða­deild Sam­herja“ opin­ber­aði skýrt að stjórn­­end­­ur, starfs­­menn og ráð­gjafar Sam­herja voru saman í þess­­ari veg­­ferð við að skapa ótta hjá öðrum blaða­­mönn­um, og eftir atvikum öðru fólki með skoð­anir á sam­fé­lags­mál­u­m, ­sem settir voru í skot­línu „Skæru­liða­­deild­­ar­“ ­fyr­ir­tæk­is­ins svo þeir hræð­ist að fjalla um fyr­ir­tæk­ið. Allt er þetta gert eftir sam­­þykkt „mann­anna“, æðstu stjórn­­enda Sam­herja, og til að þókn­­ast þeim.

Ljóst hefur verið frá upp­hafi að umfjöll­unin byggði á ýmsum gögnum sem voru ekki afhent með vit­und og vilja þeirra sem áttu þau. Frá því var greint skil­merki­lega.

Þrátt fyrir að fyr­ir­tækið Sam­herji hafi beðist opin­ber­lega afsök­unar á að hafa „gengið of langt“ í aðgerðum sínum gagn­vart blaða­mönnum sýna gögn máls­ins, og stað­fest atferli fólks á þess vegum á und­an­förnum mán­uð­um, að lítil mein­ing var á bak­við þá afsök­un­ar­beiðni. Enn er unnið skipu­lega að því að grafa undan blaða­mönnum og reynt að skapa aðstæður sem gera þá van­hæfa til að fjalla frekar um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins. 

Það sem er ekki sæm­andi rétt­ar­ríki eru kæl­ing­ar­til­burðir lög­regl­unnar í heimabæ Sam­herja gagn­vart sömu blaða­mönn­um, sem virð­ast hafa sama mark­mið og til þess gerðir að senda skýr skila­boð um að þeir skuli passa sig á hvað þeir skrifi um í fram­tíð­inni.

Sá tími og orka sem farið hefur í þennan farsa skapar auk þess gríð­ar­legt álag sem dregur úr getu til að sinna dag­legum störfum af fullum krafti. Það er íþyngj­andi, jafnt fag­lega sem per­sónu­lega, að sitja undir fjar­stæðu­kenndum ásök­unum mán­uðum saman og ég get vel við­ur­kennt að það hefur fengið mig til að hugsa um hvort það sé á sjálfan mig, fjöl­skyldu og sam­starfs­fé­laga leggj­andi að stunda þá blaða­mennsku sem Kjarn­inn hefur ein­beitt sér að frá stofnun fyrir níu árum. Svarið er enn sem komið er áfram já. 

En í mínum huga er það sem er minnst sæm­andi rétt­ar­ríki aðkoma hátt­settra stjórn­mála­manna að þess­ari veg­ferð. Með henni erum við komin á slóðir sem Ísland gefur sig ekki út fyrir að vera á. Þar er eitt að valda­mesti stjórn­mála­maður lands­ins legg­ist á voga­skál­arnar með þeim hætti sem hann gerði, og að aðstoð­ar­maður yfir­manns lög­gæslu­mála í land­inu hafi fylgt í kjöl­farið með blessun yfir­manns síns. En annað og þung­bær­ara er dug­leysi þeirra sem veita þeim vald. Áhrifa­fólk sem maður taldi að myndi standa upp fyrir lýð­ræð­inu og frjálsri fjöl­miðl­un, en hefur setið sem fast­ast. 

Með þögn sinni og aðgerð­ar­leysi hafa þau veitt veg­ferð­inni falskt rétt­mæt­i. 

Skömm þess fólks er mik­il.“