Áhugavert námskeið á vegum NJC

Nú stendur yfir undirbúningur á áhugverðu námskeiði í nýsköpun í starfrænni fjölmiðlun. Námskeiðið er fyrir þá sem eru með hugmynd sem felur í sér nýjung í notkun stafrænna miðla í snjalltækjum sem notendur eru tilbúnir að greiða fyrir.
Þátttakendur munu læra af þeim fremstu í faginu og fá tækifæri til þess að vinna með þeim í Árósum, New York og Fjölmiðlaþorpinu í Bergen. 
Námskeiðið verður byggt upp á fyrirlesturum, vinnustofum og kennslu sérfræðinga og einnig verða þáttakendur virkir í námskeiðinu og munu kynna sínar hugmyndir og þróunarvinnu.
Norræna endurmenntunarstofnun blaðamanna, NJC/ NJC - Nordisk Journalistcenter stendur fyrir námskeiðinu í samstarfi við DMJX, Danska blaðamannaháskólann/Danmarks Medie- og Journalisthøjskole, Media City Bergen / NCE Media og Willmore, sem er ráðgjafafyrirtæki á sviði starfrænnar fjölmiðlunar, þróunar og rekstrar.

Rétt er að benda á að unnt er að sækja um stuðnng til að sækja þetta námskeið hjá sjóðum BÍ.

Sjá meira hér