Almenn desemberuppbót 94 þúsund krónur

Almenn desemberuppbót 2020 samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélags Íslands er kr. 94.000 fyrir fullt starf allt árið og hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstímma á árinu.  Þetta gildir um alla þá sem starfa samkvæmt kjarasamningum BÍ, nema þá sem starfa á Sýn samkvæmt sólarlagssamningi Stöðvar 2 og BÍ.  Desemberuppbót samkvæmt þeim samningi er hærri eða kr. 133.605.

Jafnframt er vakin athygli á því að öll laun og kjaratengdir liðir hækka um að lágmarki kr. 15.750 frá og með 1. janúar næstkomandi.  Kauptaxtarnir sem slíkir hækka meira eða um kr. 24.000.

Samkvæmt kjarasamningnum sem undirrtaður var síðastliðið vor hækkuðu öll laun og kjaratengdir liðir í tvígang á síðasta ári, í byrjun mars og byrjun apríl, um 35 þúsund samanlagt og kauptaxtar sérstaklega um 6.000 þar til viðbótar eða samtals um 41.000 kr.

Að meðtalinni hækkuninni 1. Janúar næstkomandi hafa öll laun og kjaratengdir liðir þannig hækkað að lágmarki um 50.750 kr. og kauptaxtarnir sérstaklega þar til vibótar um 14.250 kr. eða samtals um 65 þúsund krónur, frá því samningar voru undirritaðir 18. mars síðastliðinn.

Sjá launatöflu hér