Almennur fundur: Félagsdómur og staðan í kjaramálum

Almennur fundur um niðurstöðu Félagsdóms og stöðuna í kjaramálum blaðamanna verður haldinn á mánudaginn kemur 24. febrúar 2020 klukkan 20 í húsnæði Blaðamannafélags Íslands að Síðumúla 23.  Lögmaður BÍ,  Karl Ó. Karlsson, hrl., gerir grein fyrir niðurstöðu Félagsdóms og svarar fyrirspurnum þar að lútandi.  Að því loknu verða umræður um stöðuna í kjaramálum blaðamanna.