Árásir Samherja í Suddeutsche Zeitung

Þýska stórblaðið Suddeutsche Zeitung fjallaði um Samherjamálið á Íslandi undir formerkjum áreitni gegn blaðamönnum, og talar í undirfyrirsögn um „Ógnir gegn fjölmiðlum“ og „hvernig íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki áreitti blaðamann“. 

Um er að ræða ítarlega grein þar sem árásir Samherja á Helga Seljan eru raktar og útgangspunktur tekinn í áskorun namibísku blaðamannasamtakanna Nampu á degi fjölmiðlafrelsis 3 maí sl.  um samstöðu með íslenskum kollegum sem sæti árásum vegna þess að þeir séu að skrifa um „Fishrot“ skjölin sem legið var til WikiLeakes.

Suddeutsche Zeitung hefur greinilega lagt talsverða vinnu í þessa grein en þar er rætt við fjölmarga Íslendinga og deilur Samherja við RÚV raktar ítarlega. Meðal annars gerir Helgi Seljan grein fyrir upphafi málsins og eins er rætt við Aðalstein Kjartansson sem hefur verið samstarfsmaður Helga í Namibíumáliu.  Einnig er leitað álits hjá Sigríðu Dögg Auðunsdóttur formanni Blaðamannafélagsins sem segir að endalausar og miskunnarlausar árásirr á persónu Helga Seljan séu fordæmalausar.

Í fréttinni eru ýmis atriði þessa máls rakin, viðbrögð fjölmiðla og meðal annars vísað til ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Bubba Morthens og að Ísland hafi lækkað um sæti á lista Fréttamanna án landamæra um fjölmiðlafrelsi. Loks er rakinn hlutur Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrum rannsóknarlögreglumanns þegar hann hélt uppi njósnum um Helga Seljan og viðbrögð Helga við þeim njósnum.

Sjá einnig frétt hér