Árétting

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

Þátttaka í atkvæðagreiðslu um vinnustöðvanir Blaðamannafélags Íslands á fjórum stærstu fjölmiðlum landsins var 62% og af þeim sem afstöðu tóku greiddu 85% aðgerðunum atkvæði sitt.  Þá höfðu viðræður við viðsemjendur staðið yfir í rúma sex mánuði án nokkurs árangurs.

Þátttaka í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd ofangreindra miðla, þ.e. um svonefndan lífskjarasamning, var 67%.  Af þeim sem afstöðu tóku höfnuðu 75% slíkum samningi afdráttarlaust og einungis fjórðungur samþykkti hann.

Nokkrir starfsmenn Árvakurs hafa séð sóma sinn í því að brjóta löglega boðaðar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands og þannig vegið að samstarfsfólki sínu á vinnustaðnum og lögum landsins.  Að óreyndu hefði því ekki verið trúað.  Slíkt geðslag virðist benda til þess að viðkomandi viðurkenni ekki rétt fólks til að bindast samtökum í félögum til framgangs kröfum sínum.  Það er með miklum ólíkindum.

 

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ