Árleg sýning blaðaljósmyndara opnar á laugardaginn

Næstkomandi laugardag, laugardaginn 23. mars, mun sýningin Myndir ársins 2018 opna í Smáralind, nána…
Næstkomandi laugardag, laugardaginn 23. mars, mun sýningin Myndir ársins 2018 opna í Smáralind, nánar tiltekið á göngugötunni á fyrstu hæð. Við opnunina verða veitt verðlaun fyrir vinningsmyndir ársins hjá Blaðaljósmyndarafélagi Íslands.

Laugardaginn 23. mars mun sýningin Myndir ársins 2018 opna í Smáralind, nánar tiltekið á göngugötunni á fyrstu hæð. Við opnunina verða veitt verðlaun fyrir vinningsmyndir ársins. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 15:00. 

Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Á sýningunni í ár eru 106 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af óháðri dómnefnd úr 840 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Myndunum er skipt í 7 flokka sem eru fréttamyndir, daglegt líf myndir, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, tímaritamyndir og myndaraðir. Í hverjum flokki valdi dómnefndin bestu myndina / bestu myndröðina og ein mynd úr fyrrnefndum flokkum var svo valin sem mynd ársins. 

Vert er að vekja athygli á því að verðlaun fyrir blaðaljósmyndir og blaðamennsku eru veitt sitt í hvoru lagi þetta árið.