Atkvæðagreiðsla um samning

Síðdegis í dag var skrifað undir kjarasamning milli BÍ og Samtaka atvinnulífsins.  Greidd verða atkvæði um samninginn á þriðjudag og mun kjörfundur standa frá kl 09.00 til 17.00.  Atkvæðagreiðsla mun fara fram á vinnustöðum og á skristof BÍ í Síðumúlanum, með sama hætti og var þegar greidd voru atkvæði um þær verkfallsaðgerðir sem tengdust yfirstandandi deilu.  

Kjarasamninginn sem skrifað var undir í dag má sjá hér