Atli Magnússon látinn

Atli Magnús­son. mbl.is/​Ein­ar Falur
Atli Magnús­son. mbl.is/​Ein­ar Falur

Atli Magnús­son, þýðandi, rit­höf­und­ur, blaðamaður og félagi nr. 27 í BÍ, lést 14. júní, 74 ára að aldri.  Atli var m.a. próf­arka­lestri á Þjóðvilj­an­um og síðar blaðamaður á Tím­an­um þar sem hann starfaði í meira en tvo áratugi. Samhliða lagði Atli stund á ritstörf og eft­ir hann liggja margar þýðing­ar og viðtals­bæk­ur. Hann skrifaði sögu lúðrasveita á Íslandi, bókina „Skært lúðrar hljóma“, en hann var í Lúðrasveit verka­lýðsins og var þar heiðurs­fé­lagi.  Atli þýddi við góðan orðstýr mörg heimsfræg bókmenntaverk.  Atli læt­ur eft­ir sig einn son og fjög­ur barna­börn. 

Sjá ýtarlegra æviágrip mbl.is hér