Auglýsing um órangúta bönnuð

Auglýsingar eru mikilvægur hluti fjölmiðlunar og með þeim er haft eftirlit og um þær gilda reglur. Í Bretlandi mega auglýsingar t.d. ekki verða of „pólitískar“ eða taka sterka afstöðu í umdeildum þjóðfélagsmálum og er sérstakt eftirlitskerfi sem fylgist með og samþykkir auglýsingar. Nú  er komin upp umdeilt mál þar sem verslunarkeðjan Iceland hugðist nota myndband, upphaflega unnið fyrir Greenpeace, sem jólaauglýsingu fyrir fyrirtækið. Myndbandið fjallar um órangúta  sem hefur hrakist frá upprunalegum heimkynnum sínum vegna þess að skógurinn var ruddur til að framleiða pálmaolíu.  Hugðist Iceland, sem hefur fjarlægt alla pálmaolíu úr hillum verslana sinna,  nýta sér baráttuna til verndar órangútönum  til að efla ímynd sína.  Auglýsingaeftirlitið í Bretlandi hefur nú bannað það á þeirri forsendu að auglýsingin sé of pólitísk.

Sjá myndband hér

Sjá einnig hér