Auglýsingar: Prentið enn stærst

Samkvæmt samantekt fjölmiðlanefndar á ráðstöfun auglýsingafjár var nánast jafn mikið auglýst í prentmiðlum (24,9%)og sjónvarpi (24,7%) árið 2018 og hefur þetta hlutfall minnkað heldur í báðum tilfellum frá fyrra ári. Þær fjölmiðlagáttir sem juku hlutfall sitt af auglýsingakökunni voru innlendir vefmiðlar, þar sem 19,6% af auglýsingum birtist og auglýsingar á erlendum vefmiðlum (Facebook, Google, o.s. frv.)  sem nema nú 7,4% af heildinni. Einnig stækkaði sneiðin "annað". (Sjá töflu)

Fjölmiðlanefnd bendir á að þessar tölur byggi „eingöngu á upplýsingum um auglýsingakaup sem gerð voru fyrir milligöngu birtingahúsa 2018 en ekki á auglýsingakaupum sem fram fóru milliliðalaust af fjölmiðlunum sjálfum. Talið er að birtingahús ráðstafi um helmingi þess fjár sem fyrirtæki hér á landi verja til auglýsinga í fjölmiðlum og öðrum miðlum.“

Sjá einnig hér: http://fjolmidlanefnd.is/2019/06/13/skipting-auglysingafjar-2018-hlutur-prentmidla-og-sjonvarps-nanast-jafn/