Auglýst eftir fréttamanni á RÚV

Fréttastofan leitar að öflugum fréttamanni í fullt starf á vöktum í starfsstöð RÚV í Reykjavík. Í starfinu felst að afla frétta og miðla þeim, í útvarpi, sjónvarpi og á www.ruv.is

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Öflun og vinnsla frétta af innlendum og erlendum vettvangi.
  • Miðlun frétta á vef, í útvarpi og sjónvarpi.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af fréttaskrifum og vinnslu frétta fyrir ljósvakamiðla eða vef.
  • Gott vald á íslenskri tungu og góð tungumálaþekking.
  • Góð framsögn.
  • Geta til að vinna hratt og vel undir álagi.
  • Góð samstarfshæfni og lipurð í samskiptum.

Nánari upplýsingar veitir Heiðar Örn Sigurfinnsson, starfandi fréttastjóri, heidar.orn.sigurfinnsson@ruv.is, s: 5153000.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, uppruna, fötlun eða skertri starfsgetu.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað rafrænt með því að smella  hér.