BBC biðst afsökunar á grófu jafnréttisbroti

Carrie Gracie, fyrrum starfsmaður hjá BBC
Carrie Gracie, fyrrum starfsmaður hjá BBC

BBC hefur nú formlega beðið reynda blaðakonu í yfirmannateymi stofnunarinnar afsökunar á því að hafa greitt henni lægri laun en karlkyns  kollegum hennar í sambærilegum stöðum.  Carrie Gracie sakaði stofnunina um kynbundið misrétti og brot á jafnréttislögum í vetur og sagði stöðu sinni sem yfirmaður Kínadeildar BBC lausri í janúar. Henni hafði verið boðin staðan á þeim grundvelli að launakjörin væru sambærileg kollegum hennar á öðrum alþjóðadeildum, en komst svo að því að karlar í sambærilegum stöðum voru að fá 50% hærra kaup.

Sjá meira hér