BBC: Mikill kynjahalli viðmælenda

Mikill kynjahalli er á viðmælendum BBC, breska ríkisútvarpsins, í tengslum við Covid 19 faraldurinn í mars. Næstum þrisvar sinnum fleiri karlkyns viðmælendur komu fram í viðtölum fyrirtækisins en konur, eða 2,7 karlar á móti hverri einni konu.  Rannsóknin náði til allara helstu fréttaþátta sem í boði eru á BBC stöðvunum. Þetta ójafnvægi er það mesta hjá fyrirtækinu í þrjú ár að því er fram kemur í gögnum sem safnað hefur verið af verkefninu Konur í sérfræðistörfum (EWP) og starfar á vegurm Lundúnarháskóla. Lis Howell, prófessor í blaðamennsku segir að ýmsir ritstjórnar á fjölmiðlum hafi verið óánægðir með þesssa stöðu en að þessar tölur skýrist fyrst og fremst af því hverjum stjórnin telfi fram sem talsmönnum og endurspegli einfaldlega þá staðreynd að í ríkisstjórninni sitji fimm karlanr á móti hverri einni konu.

Sjá meira hér